15.8.2009 | 17:52
stjórnarandstöðu röflarar
er þessi hópur útibú frá formanni framsóknarflokksins? þeir hafa fengið ótrúlega mikla umfjöllun án þess að hafa nokkuð fram að færa nema röfl og vera á móti öllu sem kemur frá stjórninni. Hvernig væri að þeir fyndu sér verkefni að rannsaka þátt framsóknar í spillingu undanfarinna ára alt frá því að gefa bankana stela samvinnusjóðnum og innrásinni í Írak. Björn Grétar Sveinsson.
InDefence mun gaumgæfa málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lýsi því hér með yfir að þú, Björn Grétar, skuldar mér 10 milljónir sem ég legg 5,5% vexti á frá og með deginum í dag. Ég vona að þú ætlir ekki að röfla eitthvað yfir því, og borgir mér þegar í stað.
Geir Ágústsson, 15.8.2009 kl. 19:15
Ég heiti Ólafur Elíasson og er meðlimur í hinum svokallaða indefence hópi. Mér sárna þessar fullyrðingar þínar um að ég og aðrir félagar í hópnum séum á mála hjá framsóknarflokknum. Þær eru ómálefnalegar og ekki rökstuddar. Mér vitandi er aðeins einn meðlimur í hópnum yfirlýstur framsóknarmaður en við höfum innanborðs aðila úr öllum flokkum og engum flokkum. Satt að segja hef ég enga hugmynd hvar margir þeirra sem ég hef unnið með í þessum hópi eru staddir í pólitík. Okkar starf að undanförnu hefur fyrst og fremst snúist um það að fá icesave samninginn og fylgiskjöl hans upp á yfirborðið og stuðla að málefnanlegri og upplýstri umræðu um þetta mál sem snertir okkur öll. Ekki gleyma því að áður en við fórum að taka þátt í umræðunni stóð ekki einu sinni til að sýna þingmönnum okkar samninginn heldur átti bara að skrifa undir. Við höfum einnig lagt á það áherslu að verja hagsmuni íslands með því að kynna sjónarmið íslendinga í erlendum fjölmiðlum. Ef þú vilt fá hugmynd um starf okkar á þeim vettvangi hvet ég þig til að líta á eftrifarandi greinasafn í erlendum fjölmiðlum sem má að miklum hluta rekja til okkar baráttu: http://indefence.is/Greinar-og-hlekkir Kær kveðja.
Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 02:44
Hvar var Indefence þegar Icesave-reikningunum var komið á laggirnar?
Hvar var Indefence þegar FME og Seðlabanki heimiluðu stofnun reikningna?
Hvar var Indefence þegar fyrri ríkisstjórn lýsti því yfir að Íslendingar ábyrgðust innstæður á erlendum reikningum Íslensku bankanna?
Hvar var Indefence þegar fyrrum seðlabankastjóri lýsti því yfir að Íslendingar ábyrgðust innstæður á erlendum reikningumÍslensku bankanna?
Er ekki of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann?
Hvar var Indefence þegar fyrrum seðlabankstjóri sagðist ábyrgjast innstæður á erlendum reikningumÍslensku bankanna'
Pétur (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.